153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[19:44]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P):

Herra forseti. Hér er lagt til að fella brott 8. gr. frumvarpsins, ákvæði sem snúast um að liðka fyrir því að sparka flóttafólki úr landi, stundum bara eitthvert, alveg óháð því hvort það eigi von á einhverri þjónustu í viðtökuríki. Ef þetta nær í gegn þá mun íslenska ríkið ekki bara bera ábyrgð á því að fjöldi fólks í afar viðkvæmri stöðu verði fast á götunni á Íslandi, heldur mun það líka verða til þess að fjölmörg þeirra verða send með valdi í óboðlegar ómannúðlegar aðstæður. Og þetta er ekki spurning um hvort heldur bara hvenær.