153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[20:03]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P):

Herra forseti. Hér er lagt til að fella brott a-lið 18. gr. frumvarpsins sem er hluti af þeim víðtæku breytingum sem eru gerðar til þess að það sé hægt að svipta flóttafólk þjónustu. Í þessari grein er verið að víkka út heimildir til þess að stytta frestinn fyrir fólk að hypja sig. Það er verið að herða dálítið ólina utan um fólkið. Þetta er ómannúðlegt eins og allt annað sem snýr að þjónustusviptingunni og ótrúlegt að það virðist vera meiri hluti fyrir því að halda þessu ákvæði inni.