153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[20:20]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Ég á einna erfiðast með þessa fegrunaraðgerð á frumvarpinu af því að það er í rauninni verið að viðurkenna að frumvarpið hafi skort þessa heimild til bráðabirgðaheilbrigðisþjónustu. En með því að setja hana svona fram er verið að setja einhver mörk. Já, læknar mega veita bráðabirgðaheilbrigðisþjónustu (HVH: Bráða-) — bráðaheilbrigðisþjónustu, afsakið, en eru mörkin einhvers staðar aðeins neðar þar sem þau mega það þá ekki? Hvað með mörk alveg rétt við bráðaþjónustu? Er ekki verið að gefa þau skilaboð núna til heilbrigðiskerfisins að það séu einmitt þarna mörk sem þurfi að greina á milli mjög skýrt? (Gripið fram í: Nákvæmlega.) Þess vegna er þetta dálítið hættulegt (Gripið fram í: …vernd versnar …) ákvæði að mínu mati og ég sit hjá í afgreiðslu þessa ákvæðis af því að það er einfaldlega á ábyrgð stjórnvalda að koma með svona framsetningu. Að sjálfsögðu þarf að veita bráðaþjónustu, að sjálfsögðu, (Forseti hringir.) en þetta er að rugla dálítið mörkunum, hvar þurfi að veita þjónustu og hvar ekki, (Forseti hringir.) þannig að ég hef áhyggjur af þessu ákvæði. (Gripið fram í.)