153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[20:25]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P):

Herra forseti. Hv. þm. Helgu Völu Helgadóttur tókst að bjarga þessari breytingu fyrir horn hérna rétt áðan með því að gera einhverja breytingu. Það ákvæði sem átti að samþykkja, sem lagt var til af hálfu meiri hluta allsherjar- og menntamálanefndar áður en hv. þm. Helga Vala Helgadóttir lagði til breytingu á því, var engin breyting. Það var orðrétt eitthvað sem stendur nú þegar í reglugerð. Kærunefnd útlendingamála hefur sagt: Þetta er bara heimild, við þurfum ekki að fylgja því. Það átti að setja inn í lögin þessa heimild sem kærunefndin var búin að finna út að hún þyrfti ekki að fylgja. En hv. þm. Helga Vala Helgadóttir kom hér með örlitlar úrbætur á annars ömurlegu máli. Þetta er grænt hjá mér þetta skiptið, þökk sé hv. þingmanni.