153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[20:30]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Það kom fram áðan í ræðu að 12 ár eru síðan stríðið í Sýrlandi braust út. Af því tilefni hittust forseti Sýrlands og forseti Rússlands, þar sem sá fyrrnefndi lýsti yfir eindregnum stuðningi við stríðið í Úkraínu. Það er hálfóhuggulegt að við skulum vera að þrengja að þeim nokkru flóttamönnum af yfir 100 milljónum sem eru á ferð um heiminn og leita eftir örlitlu öryggi. Þetta er mjög dapurlegur dagur og ég segi nei.