153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[20:42]
Horfa

félags- og vinnumarkaðsráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (Vg):

Virðulegi forseti. Vinstri græn hafa nálgast þetta mál frá upphafi með það fyrir augum að ná fram jákvæðum breytingum á málinu. Við teljum mikilvægt að það komi fram hér að lögin sem samþykkt eru í dag eru gjörbreytt frá því frumvarpi sem lagt var fram í haust, hvað þá því sem var lagt fram í upphafi fyrir fimm árum. Allar þær breytingar hafa verið til góðs og fært málið nær áherslum okkar Vinstri grænna. Þessi málaflokkur er mjög mikilvægur. Það eru risastórar áskoranir sem eru fram undan og við stöndum frammi fyrir í móttöku flóttafólks en við ætlum okkur að gera vel í þeim málaflokki. Við í VG höfum skýra sýn á þennan málaflokk, sýn sem er byggð á mannvirðingu og félagslegum gildum. Við viljum skýra stefnu í málefnum innflytjenda og flóttafólks sem er ekki til í dag en nú er unnið að undir forystu ráðuneytis míns. Ég segi já.