Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 84. fundur,  21. mars 2023.

utanríkis- og alþjóðamál 2022.

852. mál
[15:06]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Það blasir auðvitað við að fyrst hæstv. utanríkisráðherra er búin að lýsa yfir þessum vilja og við í stjórnarandstöðunni lýsum yfir þessum vilja þá hlýtur að vera einhver grunnur til samtals þar. Ég held að við gætum oft gert betur þegar kemur að ýmsum málum hér á þinginu, að ræða það fyrst hvort það sé einhver grundvöllur sátta um slík mál og keyra þau svo í gegn með einhvers konar samkomulagi. Ég ætla ekki að standa hérna og efast um vilja ráðherra eða ríkisstjórnarinnar til að koma betur til móts við þær skuldbindingar sem við höfum gengist undir með því að samþykkja þetta markmið Sameinuðu þjóðanna. Ég held að við verðum bara að eiga áframhaldandi samtal um það. Ég er a.m.k. fullviss um að það sé okkur til sóma að stíga næstu skref. Við þurfum að geta gert það í þrepum en við eigum að stíga áþreifanleg skref á næstu árum.