Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 84. fundur,  21. mars 2023.

utanríkis- og alþjóðamál 2022.

852. mál
[16:36]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir góða ræðu og fyrir að minna okkur á mikilvægi friðar í heiminum. Það var eitt sem mér fannst sérstaklega ánægjulegt að hv. þingmaður minnti okkur á og það var hvað gerðist fyrir 20 árum þegar ráðherrar tóku afdrifaríkar og stórar ákvarðanir án nokkurs samráðs við þing og þjóð. Þó svo að ég beri fullt traust til hæstv. utanríkisráðherra sem situr hér nú til að taka ekki slíkar ákvarðanir án þess að bera það alla vega undir utanríkismálanefnd þá langaði mig að spyrja hv. þingmann: Hvað getum við gert til þess að slíkt gerist ekki aftur, að ráðherrar séu að taka afdrifaríkar ákvarðanir eins og þær að setja okkur á lista hinna viljugu þjóða? Er eitthvað sem við getum gert eða skýla þeir sér bara á bak við eitthvað annað?