Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 91. fundur,  30. mars 2023.

vantraust á dómsmálaráðherra.

924. mál
[12:53]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Þingmaðurinn segir já. Það er dálítið merkilegt hver málflutningurinn er hjá meiri hlutanum, að það séu einhver lögfræðileg álitaefni í gangi og að ekki megi kalla eftir gögnum vegna lagavinnu ef nefndin biður um slík gögn af því að það sé vegna eftirlitsstarfa, og þá megi það einhvern veginn ekki vegna löggjafarvinnu. Það þýðir einfaldlega að í öll þau skipti sem við ætlum að kalla eftir gögnum frá stjórnvöldum vegna löggjafarvinnu, vegna vinnu við fjármálaáætlun, þá verður bara sagt: Nei, sú heimild er vegna eftirlitsstarfa en ekki vegna löggjafarstarfa. Þetta gengur ekki upp. Ef rök ríkisstjórnarinnar eru þau að það sé eitthvert lögfræðilegt álitaefni uppi þá er í raun bara eitt apparat sem getur skorið úr um það, það er eitthvað sem við ættum ekki að þurfa að grípa til af því að þetta er svo augljóst, og það er landsdómur. Það er ekkert flóknara en það. Til að skera úr um það lögfræðilega (Forseti hringir.) álitaefni sem hæstv. forsætisráðherra hefur sagt að sé hér uppi þá er bara eitt apparat sem getur gert það og það er landsdómur.

(Forseti (BÁ): Forseti heyrði að hv. þingmaður sagði já hér í upphafi máls síns.)