Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 91. fundur,  30. mars 2023.

vantraust á dómsmálaráðherra.

924. mál
[12:56]
Horfa

Eyjólfur Ármannsson (Flf):

Í 1. mgr. 51. gr. þingskapalaga segir, með leyfi forseta:

„Ef að minnsta kosti fjórðungur nefndarmanna krefst þess að nefnd fái aðgang að gögnum frá stjórnvöldum, þ.m.t. sjálfstæðum stjórnvöldum, eða að teknar verði saman upplýsingar út af máli sem nefndin hefur til umfjöllunar skal stjórnvald verða við beiðni nefndarmanna þess efnis eins skjótt og unnt er og eigi síðar en sjö dögum frá móttöku beiðninnar.“

„ …eða að teknar verði saman upplýsingar út af máli sem nefndin hefur til umfjöllunar …“ — ákvæðið nær ekki bara til gagna, líka til þess að teknar verði saman upplýsingar. Ég segi já.