Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 93. fundur,  31. mars 2023.

fjármálaáætlun fyrir árin 2024--2028.

894. mál
[14:03]
Horfa

Þórarinn Ingi Pétursson (F) (andsvar):

Forseti. Það er nú einu sinni þannig að flestir hér inni, hv. þingmenn, eru í einhverri vinsældakosningu þegar kemur að útgjöldum ríkisins, og það er þá oft sársaukabein að ræða þau. En það kemur öllum til góða að ríkið, hið opinbera, sýni ráðdeild í rekstri sínum, hvort sem er á útgjaldahliðinni eða tekjuhliðinni. Tekjuinnstreymið hefur síðan gríðarlega mikil áhrif á rekstur ríkisins. Það er vissulega hárrétt, og ég tek undir það með hv. þingmanni, að við þurfum að skoða þetta vel í vinnunni í fjárlaganefnd. Er hægt að gera betur? Ég vænti góðs af samvinnunni í fjárlaganefnd þegar málið kemur til hennar.