Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 93. fundur,  31. mars 2023.

fjármálaáætlun fyrir árin 2024--2028.

894. mál
[14:04]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þingmanni kærlega fyrir svarið og ég hugsa að við séum nú allt að því skoðanasystkini hvað þetta varðar. Ég myndi líka vilja heyra sjónarmið hans um aðhaldið og hvernig best sé að framkvæma það. Það er auðvelda leiðin fyrir stjórnvöld á hverjum tíma að kippa einstaka fjárfestingum til baka, að lofa þjóðarhöll og taka hana til baka, að lofa samgönguframkvæmdum og kippa þeim úr sambandi. Það gleymist alltaf að þessar framkvæmdir eiga sér sjálfstæðan tilgang, eru ekki bara eitthvert jöfnunartæki í efnahagsmálum. Það er erfiðara fyrir stjórnmálamenn að fara inn í reksturinn, rýna hann og reyna að fara í heiðarlega tiltekt þar. En ef við höfum kjark í það verkefni myndum við mögulega losna út úr þeim ógöngum að vera eilíflega að kroppa í innviðina vegna þess að við þrífum ekki heimilið.