Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 93. fundur,  31. mars 2023.

fjármálaáætlun fyrir árin 2024--2028.

894. mál
[15:47]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég fæ hér að halda áfram — fyrst ég ætlaði að leggja í þriðju atrennu við hæstv. fjármálaráðherra áðan þá held ég samtalinu áfram við ágætan flokksbróður hans. Ég er honum sammála um að í 1. umr. fari vel á því að ræða breiðu línurnar en ekki einstaka málaflokka og mér heyrist við öll vera sammála um það að stóra og mikilvægasta verkefnið núna sé verðbólgan. Sjálfstæð breyta þar er, eins og hæstv. fjármálaráðherra hefur nefnt, hverjar væntingar fólksins eru, væntingar fyrirtækja, væntingar markaðarins um það hvernig til tekst. Mig langaði til að spyrja hv. þingmann að því hvaða augum hann lítur orð framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins um að fjármálaáætlunin geymi ekki sannfærandi skref í viðureigninni við verðbólgu, gagnrýni sem ASÍ hefur tekið undir, og hvort ekki sé ástæða til að leggja hlustir við orðum þessara aðila.