Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 94. fundur,  17. apr. 2023.

fjármálaáætlun fyrir árin 2024--2028.

894. mál
[16:05]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Nú verður tekið aftur til við fyrri umræðu um fjármálaáætlun fyrir árin 2024–2028. Í dag munu fagráðherrar taka þátt í umræðum um málaflokka á þeirra málefnasviði. Um klukkustund verður áætluð fyrir hvern ráðherra þannig að ráðherrann hefur fimm mínútur í upphafi en síðan tvær mínútur í fyrra sinn og tvær mínútur í seinna sinn. Þingmenn, einn úr hverjum flokki að undanskildum flokki viðkomandi ráðherra, hafa tvær mínútur í fyrra sinn og tvær mínútur í seinna sinn. Andsvör verða ekki leyfð.