Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 96. fundur,  19. apr. 2023.

Evrópska efnahagssvæðið.

890. mál
[17:52]
Horfa

Jakob Frímann Magnússon (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er alveg sammála þingmanninum um þetta. Ég er bara í rauninni að biðja um kostnaðinn fyrst og svo vil ég fá það sem kemur hinum megin. Eitt skref í einu. Ég get upplýst hv. þingmann um það að ég hef spurt þessara spurninga í sirka fimm ár. Ég hef spurt stjórnmálamenn, ég hef spurt ráðherra, ég hef spurt fyrrverandi ráðherra. Ég hef spurt lektora, ég hef spurt bankastjóra og ýmsa sem ættu að hafa svörin og hið ótrúlega er, hv. þingmaður, að svörin hafa verið á bilinu 4 milljarðar á ári, hreinn ávinningur, munurinn á milli debet og kredit eða kostnaðarútgjalda, og heilla 90 milljarða. Þetta voru góðir og gildir þegnar, annars vegar stofnandi Viðreisnar sem var með hærri töluna og hins vegar bróðir hans sem fer fyrir Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Svona er nú breitt bilið á mati ávinningsins.