Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 97. fundur,  24. apr. 2023.

Mennta- og skólaþjónustustofa.

956. mál
[17:47]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Ég segi: Það er líka þetta sem er ástæða til að horfa mjög sterkt til. Það er t.d. þessi skýrsla sem Alþýðusambandið gaf út 2020 sem sýndi það að 10,8% 19 ára ungmenna voru bæði án vinnu og ekki í námi. Er hæstv. ráðherra meðvitaður um hversu umfangsmikið þetta er í íslensku samfélagi, hversu umfangsmikið það er að ungmennin okkar, tæplega tvítug, eru hvorki í námi né í starfi? Er hann með einhverja lausn hvað þetta varðar, með eitthvað á teikniborðinu sem gæti gripið þau og gert eitthvað fyrir þessa einstaklinga? Og hvað varðar Kveikjum neistann: Jú, það er kennsluaðferðin. Jú, það er öll þessi gleði sem hæstv. ráðherra nefnir. Það er í rauninni hugsjónin um að mæta barninu þar sem það er fyrir en ekki setja það í einhvern kassa, litla kassa á lækjarbakka sem allir eru alveg eins.