Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 100. fundur,  27. apr. 2023.

tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi.

1028. mál
[14:20]
Horfa

innviðaráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er alveg hárrétt hjá hv. þingmanni, það getur alltaf verið smá umdeilanlegt í hvaða nefnd viðkomandi mál fara en húsnæðismál á sviði velferðar hafa gjarnan farið til velferðarnefndar, þar af leiðandi nokkur frumvörp sem það varða, þannig að ég held að það hafi verið niðurstaðan án þess að það hafi verið pælt sérstaklega mikið í því. Ástæðan fyrir því að frumvarpið fór tvisvar fyrir ríkisstjórn er að það var gerð ákveðin efnisleg breyting á frumvarpinu er varðaði umsagnir sveitarfélaga fyrst og fremst. Mér fannst rétt að fara bara alla leið til þess að ekki skapaðist einhver óvissa í því að málið væri komið af stað í kerfinu. Ég hef nú lent í því áður að kerfið gat ekki höndlað einhverjar prentvillur og ég fékk ekki að mæla fyrir máli hér í fyrra út af því, án þess að ég ætli að fara að ræða það sérstaklega.