Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 108. fundur,  15. maí 2023.

safnalög o.fl.

741. mál
[16:25]
Horfa

Frsm. meiri hluta allsh.- og menntmn. (Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Helgu Völu Helgadóttur fyrir andsvar sitt. Já, það má skilja sem svo að þetta taki — ef einstaklingur hefur verið í tíu ár getur hann verið í tíu ár í viðbót. Aftur á móti gildir sú regla að einungis er ráðið til fimm ára í senn. Heimilt er að framlengja aftur í fimm ár. Sú ákvörðun er enn til staðar. Sú ákvörðun var tekin eftir samtal um lagaskil og þá flóknu stöðu sem við erum í. Óskýrt var í frumvarpinu hvenær þetta tæki gildi, hvort þetta ætti við um næstu framlengingu og næstu skipun eða hvort þetta væri afturvirkt. Þessi ákvörðun var tekin til að skýra þetta frekar. Viljinn með frumvarpinu var sá að þetta tæki gildi við næstu skipun eða næstu framlengingu. Þess vegna var tekin sú ákvörðun að fara þessa leið. Við höfum margar mismunandi skoðanir á því hver væri hentugasta leiðin í þessu. Ég hef fullan skilning á því. En þetta var sú aðferð sem var ákveðið að fara og því leggur meiri hlutinn þetta til í þessu tilviki.