Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 111. fundur,  24. maí 2023.

veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.

538. mál
[16:41]
Horfa

 atvinnuvn.Gísli Rafn Ólafsson (P):

Frú forseti. Hér er verið að ræða frumvarp sem lagt er fram sem loftslagsfrumvarp, til að draga úr olíunotkun fiskiskipa. En sannleikurinn er sá að á sama tíma er verið að fórna lífríki sjávarins og umhverfinu. Það er einfaldlega þannig að þegar við erum að reyna að fara að bæta loftslagsmálin þá megum við ekki gera það á kostnað annarra þátta sem eru alveg jafn mikilvægir í öllu þessu. Það vekur mikinn óhug hjá mér að það sé verið að nýta loftslagsvána til þess að ná fram möguleikum fyrir stærri og öflugri skip til að veiða á grunnsævi.