Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 112. fundur,  30. maí 2023.

aðgerðir og barátta gegn heimilisofbeldi og ofbeldi gegn konum.

496. mál
[15:00]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Hér var fyrirspurn og umræða um grafalvarlegt mál sem mér finnst mikilvægt að við ræðum hér á Alþingi. Ég fagna því að það kom fram í annarri umræðu áðan að heimilisofbeldi kemur inn sem nýr mælikvarði þegar kemur að velsældarvísum, það kom fram í máli hæstv. forsætisráðherra áðan. Það er rétt sem hér hefur komið fram að kynbundið ofbeldi er allt of algengt. Mig langar að minna á það að #metoo-sögur kvenna af erlendum uppruna voru mjög svæsnar og um leið og við bætum almennt úr þessum málum hér á landi þá þurfum við sérstaklega að sjá til þess að allar sögur, allar konur og hinar ólíku tegundir ofbeldis fái viðhlítandi umfjöllun og fari rétta leið í réttarvörslukerfinu. Ég brýni hæstv. ráðherra til góðra verka.