Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 112. fundur,  30. maí 2023.

samningur um orkusáttmála.

749. mál
[16:20]
Horfa

umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir að hafa vakið athygli á þessu máli. Ég tek undir það að við þurfum ekki að bíða eftir einum eða neinum en hins vegar þarf ráðuneyti mitt að ræða við utanríkisráðuneytið af augljósum ástæðum áður en einhver skref verða stigin í þessu máli. En það verður að segjast eins og er miðað við þær upplýsingar sem maður hefur að öllu óbreyttu að það eru augljóslega miklir vankantar á þessum sáttmála svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Ég held að ég og hv. þingmaður höfum farið ágætlega yfir það hér í umræðunni.