154. löggjafarþing — 3. fundur,  14. sept. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[09:08]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Að lokinni framsöguræðu fjármála- og efnahagsráðherra gefst fulltrúum allra þingflokka kostur á að taka til máls. Venjulegar andsvarareglur munu gilda við þessa umræðu en þó hyggst forseti gefa rýmri andsvaratíma eftir framsögu fjármálaráðherra þannig að fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna allra komist að og hafi allir tvær mínútur, bæði í andsvörum og svörum. Að lokinni ræðu framsögumanns, fjármálaráðherra, og síðan fulltrúa allra þingflokka verður mælendaskrá í samræmi við ákvæði þingskapa og umræðan að öðru leyti í samræmi við 3. mgr. 67. gr. þingskapa um frumvarp til fjárlaga sem felur það í sér að ræðutími í öllum ræðum er tvöfaldur.