154. löggjafarþing — 9. fundur,  26. sept. 2023.

stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024--2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024--2028.

182. mál
[16:16]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir seinna andsvarið og ég tek hjartanlega undir það sem hann var að segja varðandi mikilvægi þess að það sé skilvirkt samtal á milli ríkis og sveitarfélaga. Sveitarfélögin gegna rosalega mikilvægu hlutverki í alls konar málum og gegna mjög mikilvægu hlutverki í einhverju sem ég brenn mjög mikið fyrir, þ.e. í umhverfis- og loftslagsmálum. Þau hafa mikið skipulagsvald. Það er nauðsynlegt að við komum fram við þau af sanngirni og við sem sitjum hér á þessu þingi þurfum að tryggja að þau fái þær heimildir sem þörf er á að þau njóti til þess að þau geti framfylgt því sem við setjum í lög. Ég bíð svolítið spennt eftir því að það verði farið að framkvæma einstaka þætti þessarar þingsályktunartillögu því, eins og ég sagði áðan, þá er þetta smá almennt, en ég vænti þess að þegar málið er komið á aðgerðastig og það verður farið að lögfesta einstaka þætti þessarar aðgerðaáætlunar þá verði ítarlegri löggjöf með ítarlegri upplýsingum og mun ég væntanlega fylgja því eftir. Þetta er spennandi mál.