154. löggjafarþing — 10. fundur,  28. sept. 2023.

lagning heilsársvegar í Árneshrepp.

134. mál
[18:18]
Horfa

Flm. (Bjarni Jónsson) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður. Ég tek bara heils hugar undir þau orð. Í þessu tilviki með Árneshreppinn var þingheimur allur ítrekað búinn að sameinast um það mál og var með sameiginlegan skilning um að þarna skyldi gengið til verka, en það hefur ekki gengið eftir. Það er mjög dapurt, ég tek undir það, og við þurfum að klára það mál og standa með þessu byggðarlagi sem hefur sannarlega mátt þola ýmislegt og hefur verið lofað ýmislegt í gegnum árin. Nú verðum við bara að gjöra svo vel. Það er tilgangurinn með þessum tillöguflutningi að taka upp og vekja athygli á því að við höfum staðið hér saman um þetta, ja, meira að segja kynslóðir þingmanna hér í þingsal. Við skulum gera betur.