154. löggjafarþing — 11. fundur,  9. okt. 2023.

breyting á ýmsum lögum í þágu barna.

240. mál
[17:37]
Horfa

mennta- og barnamálaráðherra (Ásmundur Einar Daðason) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir brýninguna. Það er sameiginlegt verkefni okkar að bæta þjónustuna við börn og ungmenni og við erum að sjá árangur, m.a. í ákveðnum þáttum þegar kemur að biðlistum eins og inni á BUGL núna. Við þurfum að gera betur en við þurfum líka að velta fyrir okkur hvernig við getum aukið þjónustuna og það eiga þessi nýju lög að gera inni í skólakerfinu, í nærþjónustunni. Við drögum þannig jafnvel úr þörfinni fyrir að þurfa að fara á biðlista fyrir sérhæfð og þyngri úrræði með því að bregðast fyrr við. Við tökum því brýningu hv. þingmanns með okkur og ég hvet hv. þingmann til að halda áfram að láta í sér heyra í þessu efni.