154. löggjafarþing — 16. fundur,  17. okt. 2023.

Frestun á skriflegum svörum.

[13:32]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Borist hafa bréf frá dómsmálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 222, um eftirlit með snyrtistofum, frá Höllu Signýju Kristjánsdóttur, og á þskj. 238, um biðlista eftir afplánun í fangelsi og fangelsisrými, frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.

Einnig hefur borist bréf frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 199, um störf við stóriðju og sjókvíaeldi, frá Gísla Rafni Ólafssyni.