154. löggjafarþing — 17. fundur,  18. okt. 2023.

hlutur fyrirtækja í hagnaðardrifinni verðbólgu.

347. mál
[15:45]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Mér finnst ákveðin nýmæli að heyra að það standi til að greiða atkvæði gegn skýrslubeiðni og það er áhugavert að heyra að það er vegna skoðana hv. þingmanns á hagfræði. [Hlátur í þingsal.] Það er nú þannig að í Bretlandi t.d. er bara viðurkennt af Seðlabankanum þar í landi að verðbólgan þar er hagnaðardrifin að stóru leyti út af hagnaði fyrirtækja. Þetta hefur verið kallað græðgisbólga eða græðgisverðbólga og þetta hefur verið rætt í mörgum virtum, ekkert allt of vinstri sinnuðum heldur frekar hægri sinnuðum, hagfræðiritum og er bara viðurkennt sem ákveðið atriði þegar kemur að verðbólgunni. Þannig að ég vil bara biðja hv. þingmann sem kom hingað upp á undan mér að lesa sér aðeins til í hagfræðinni sinni.