154. löggjafarþing — 17. fundur,  18. okt. 2023.

ávana- og fíkniefni.

102. mál
[17:04]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þm. Teiti Birni Einarssyni fyrir andsvarið, fyrir áhugann á þessu máli. Það er vitanlega þannig að löggjafinn hefur ákveðið svigrúm til þess að framselja ákveðið reglusetningarvald til ráðherra en þessu valdi eru sannarlega sett mörk og enn skýrari mörk og þrengri þegar kemur að refsilöggjöf og öðru. Þegar um ívilnandi þætti er að ræða þá er heimildin kannski víðari en eins og hv. þingmaður benti á þá eru þetta ákveðin lagatæknileg atriði sem ég geri ráð fyrir að verði vandlega skoðuð við meðferð frumvarpsins í nefndinni.