154. löggjafarþing — 21. fundur,  26. okt. 2023.

miðstöð íslenskrar þjóðtrúar á Ströndum.

53. mál
[14:03]
Horfa

Flm. (Halla Signý Kristjánsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Guðmundi Andra Thorssyni fyrir að koma hérna upp og taka undir. Ég veit að hans þekking í þessum málum er nokkuð djúp og skilningurinn á þessu. Þetta er nefnilega svo samofið. Við getum t.d. talað um örnefni á Íslandi, sem eru kannski mikilvægur mælikvarði á ýmsa menningu og trú, bæði þjóðtrúna, álfa, huldufólk og galdra jafnvel — ég veit það ekki, ég þekki kannski ekki mörg örnefni sem tengjast þeim. Það styður það að þetta hefur alltaf verið og það er bara hreinlega í genunum á okkur að trúa — eða alla vega þekkjum við þetta öll. Við getum jafnvel kannski talað um jólasveinana líka í þessu sambandi af því að við höfum séríslenskt fyrirbæri sem eru 13 jólasveinar. Ég held að þetta skipti okkur máli og við verðum að muna eftir að halda þessu á lofti og gleyma þessu ekki.