154. löggjafarþing — 26. fundur,  9. nóv. 2023.

desemberuppbót til lífeyrisþega.

[10:36]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. forsætisráðherra Katrínu Jakobsdóttur hjartanlega fyrir þessi gullfögru orð því að hún var einfaldlega að segja fólkinu okkar að það eigi von á þessari desemberuppbót. Öðruvísi mér áður brá. Ég er búin að vera hér í tæp sjö ár og ég hef nú eiginlega bara einu sinni áður fengið svona skýr og góð svör og það ber sannarlega að þakka. Ég segi bara við fólkið okkar: Þið getið glaðst því að sjálfur hæstv. forsætisráðherra er búinn að segja að það er ekki bara það að fjáraukinn sé að koma inn eftir sirka tvær vikur heldur mun vera gert ráð fyrir því að styðja við ykkur sem hafið það bágast í samfélaginu.