154. löggjafarþing — 31. fundur,  14. nóv. 2023.

Almannavarnaástand á Reykjanesskaga, munnleg skýrsla dómsmálaráðherra.

[14:34]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Ég vona heitt og innilega að þetta virki. Eins og kom fram þarna er um gífurlegt mannvirki að ræða og gangi okkur vel með það. En eru einhver plön núna ef t.d. versta sviðsmyndin kæmi upp og orkuveitan dytti út, bæði heita vatnið og rafmagnið? Þá væri ekkert heitt vatn á Suðurnesjum. Þá eru Keflavík, Garður, Sandgerði og allt undir, vatnslaus, og um hávetur er hætta á frostskemmdum. Síðan kemur hin sviðsmyndin; ef allir þurfa að fara að kynda með rafmagni þá er bara þessi eina lína. Er einhver sviðsmynd um það hvort hún þoli það álag? Og ef hún þolir það ekki, hvað er þá búið að teikna upp bæði til að verja það þannig að rafmagn sé nægilegt og líka til að koma í veg fyrir tjón á hitaveitulögnunum?