154. löggjafarþing — 31. fundur,  14. nóv. 2023.

Almannavarnaástand á Reykjanesskaga, munnleg skýrsla dómsmálaráðherra.

[14:41]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Það mun ekki standa á okkur í þingflokki Pírata að vinna náið með ráðherra og ríkisstjórninni allri í þessum málum. Mig langar í seinna andsvari að spyrja hæstv. ráðherra: Hún nefndi nokkrum sinnum að það er mikið álag á almannavörnum og almannavarnakerfinu öllu. Við erum að sjá tíðari hamfarir, bæði eldgos og jarðskjálfta, en líka erum við að byrja að sjá afleiðingar loftslagsvárinnar. Hefur það verið rætt innan ríkisstjórnar eða ráðuneytis að tryggja aukið fjármagn og frekari eflingu almannavarna?