154. löggjafarþing — 32. fundur,  15. nóv. 2023.

skattar og gjöld.

468. mál
[18:16]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (andsvar):

Frú forseti. Það er rétt, sú tala er sömuleiðis sú sama. En hér kemur ýmislegt til, vegna þess að það er alveg rétt að þetta er búbót fyrir þá sem þessu sinna en við vitum líka að þetta getur raskað samkeppnishæfni eða samkeppni þeirra sem greiða aðra skatta og gjöld og eru í rekstri, sem auðvitað kostar og þess vegna er þetta þak. Við vitum einnig að því meira sem þetta vex þá hefur það áhrif á húsnæðismarkaðinn almennt. Það er því eitthvað sem þyrfti að skoða í einhverju heildarsamhengi og ég tel að ef við gerðum annað þá þyrfti alla vega að skoða að uppfæra hinar tölurnar sömuleiðis, sem ég er ekki að boða hér vegna þess að þessi leið var farin. Ég held almennt að við ættum að stíga varlega til jarðar varðandi frekara svigrúm gagnvart Airbnb og því vegna þess að þú ert ekki beint í rekstri en ert það samt (Forseti hringir.) og það getur haft neikvæð áhrif á samkeppnisumhverfi, fyrir utan húsnæðismarkaðinn.