154. löggjafarþing — 40. fundur,  29. nóv. 2023.

viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

543. mál
[17:12]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Það hefði verið gaman ef hæstv. ráðherra hefði getað svarað spurningunni um það hversu mikill ríkisstuðningur felst í því að láta flugfélögin fá þetta endurgjaldslaust. Einnig langar mig að spyrja hæstv. ráðherra: Í frumvarpinu er verið að taka í lög tvær tilskipanir, 2023/958 og 2023/959, sem ekki hafa verið teknar upp í EES enn sem komið er. Er það ekki dálítið að hlaupa of hratt að vera að setja inn tilskipanirnar áður en þær hafa verið teknar inn í samninginn?