154. löggjafarþing — 41. fundur,  4. des. 2023.

tóbaksvarnir.

226. mál
[16:08]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég held að þið finnið ekki mikið meiri andstöðumann gagnvart reykingum, þetta er algjör viðbjóður. En ég berst harkalega fyrir rétti fólks til að taka slíkar ákvarðanir að valda af sjálfu sér óheilbrigði o.s.frv. Mér finnst það mjög áhugavert mál. Góð samlíking við þetta væri t.d. áfengið. Það er alls konar bragð þar, jarðarberjaáfengi og ég veit ekki hvað, örugglega mentóláfengi líka, einhverjum hefur dottið það í hug. Þarna er líka verið að banna fjarsölu tóbaks. Það er leyfileg fjarsala áfengis. Það eru svona atriði þarna sem mér finnast vera dálítið skrýtin í samanburði við ýmislegt annað og það er röng leið að beita svona lagasetningu í rauninni í einhvers konar platforvarnastarfi. Forvarnastarf er erfitt og flókið og það er ekki hægt að ætlast til þess að lög sem eru sett hérna leysi einhvern veginn þann vanda áfram á mjög ódýran og þægilegan hátt. (Forseti hringir.) Það þarf alltaf virka forvarnavinnu með hverri kynslóð sem upp kemur (Forseti hringir.) og að afgreiða það einu sinni með einu hamarshöggi hér á þingi er ekki rétta leiðin til þess.