154. löggjafarþing — 41. fundur,  4. des. 2023.

tóbaksvarnir.

226. mál
[16:14]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V):

Virðulegi forseti. Þetta er ágætislýðheilsumál, margar jákvæðar lýðheilsuáherslur. Hér erum við að greiða atkvæði um að banna sölu á sígarettum, sem margir í þessum þingsal þekkja greinilega mjög vel, með mentólbragði. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að fræða fólk um skaðsemi tóbaks en leyfa því síðan sjálfu að taka upplýstar ákvarðanir um eigið líf. Við verðum hér í salnum einfaldlega að umbera það að fullorðið fólk, og oftar en ekki hópur, miðað við það sem stendur í greinargerðinni, miðaldra konur, ég horfi hér í augun á nokkrum — við erum ekkert endilega sammála um að þetta sé sniðugt. En ég vil bara að leyfa þeim að ákveða það og eru þær fullfærar um það. Að mínu mati er hér of langt gengið og við í Viðreisn ætlum að greiða atkvæði gegn þessu alveg eins og félagar okkar í frjálslyndum flokkum í Evrópu. Evrópusinnaðir flokkar á Evrópuþinginu greiddu atkvæði gegn þessu ákvæði tilskipunarinnar.