154. löggjafarþing — 43. fundur,  5. des. 2023.

sértækur húsnæðisstuðningur vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ.

537. mál
[15:22]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég kem hér til að gera grein fyrir tæknilegri breytingartillögu við frumvarp til laga um sérstakan húsnæðisstuðning vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ, en eftir yfirlestur sem fór fram eftir lokayfirlestur uppgötvaðist eitt orð sem var ofaukið í 2. mgr. 15. gr. Því er hér lagt til að í staðinn fyrir að þar standi „hluta almanaksmánaðar“ komi einungis: almanaksmánaðar. Þetta er mikilvæg breyting sem hefur áhrif á framkvæmdina og ég styð hana eins og allt málið sem ég tel vera mikilvægt viðbragð við því ástandi sem hefur skapast í Grindavík.