154. löggjafarþing — 43. fundur,  5. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[16:25]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Stefán Vagn Stefánsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir síðara andsvar. Svarið við spurningunni er í raun og veru einfalt: Ég hef trú á því að við öll sem hér erum í þessum þingsal höfum áhyggjur af vaxtakostnaði íslenska ríkisins sem er orðinn gríðarlegur. En þær umframtekjur sem hv. þingmaður talaði hér um og eru orðnar gríðarlegar munu náttúrlega skipta máli. Við erum að nota hluta þeirra í afkomubætandi aðgerðir fyrir ríkissjóð. En til lengri tíma er þetta stóra verkefnið okkar hér. Við skulum vera minnug þess að við settum yfir 300 milljarða í Covid-aðgerðir. Við þurfum að borga það til baka með þessum auknu tekjum sem við höfum fengið inn í ríkissjóð núna, sérstaklega síðustu tvö ár, jafnvel þrjú ár. Það hjálpar klárlega. Stóra málið okkar er náttúrlega það að við þurfum að ná vaxtastigi og verðbólgu niður í landinu. (Forseti hringir.) En við höfum öll áhyggjur af þessum vaxtakostnaði sem er orðinn gríðarlegur.