154. löggjafarþing — 43. fundur,  5. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[16:28]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Stefán Vagn Stefánsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir fyrirspurnina sem er um nafnverðsaukningu á milli ára, sem hann var búinn að giska á að væri 140 milljarðar, og hvernig hún skiptist milli reksturs og fjárfestinga á árinu 2024. Ég verð bara að viðurkenna það, virðulegur forseti, að ég er ekki með þessar tölur í kollinum. En það er mér sönn ánægja að koma þessum upplýsingum áfram til hv. þingmanns eftir að hafa aflað þeirra, sem ég skal gera strax eftir þessa umræðu. En því miður þá er það nú þannig að ég er ekki með allar tölur í þessu fjárlagafrumvarpi í kollinum þó að ég sé með ansi margar þeirra. En þessar tölur er ég ekki með, því miður.