154. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[15:36]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Stærsta viðfangsefnið við gerð þessa fjárlagafrumvarps er auðvitað að ná niður verðbólgu. Ríkisstjórnin gerir ekkert í því sambandi. Ríkisstjórnin gerir heldur ekki neitt til að bregðast við aðgerðaleysi gagnvart verðbólgunni. Þetta skilur heimilin eftir með afleiðingar. Þingflokkur Viðreisnar getur ekki stutt svona vinnubrögð, svona frumvarp, styður ekki svona pólitík. Við munum sitja hjá í atkvæðagreiðslu um breytingartillögur meiri hlutans. Þar er vissulega margt til bóta en líka margt slæmt en við byggjum þessa afstöðu á heildstæðu mati á frumvarpinu. Þar að baki er einfaldlega sú afstaða að grunntakturinn í þessu frumvarpi er rangur og stærsta verkefnið sem er að ná niður verðbólgu, bregðast við henni, grípa til aðgerða, láta sem menn séu hér við stjórn — það er ekki farið í það verkefni.