154. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[15:41]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Þessi fjárlög sýna nákvæmlega stefnu þessarar ríkisstjórnar, hverjir er henni þóknanlegir og hverjir ekki. Það fer ekki á milli mála að þeir sem eru henni ekki þóknanlegir eru aldraðir, öryrkjar og þeir sem mest þurfa á hjálp að halda. Það er eiginlega sorglegt til þess að vita að allan þann tíma sem ég hef verið hérna á þinginu hefur ríkisstjórnin algjörlega hunsað í öllum fjárlögum aldrað fólk. Í þessu fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir 5,4 milljörðum kr. í endurgreiðslu frá öldruðu fólki. Ekki krónu til þess. Og hvernig ætla þeir að taka þetta? Jú, þeir ætla að taka þetta á skerðingardaginn mikla 1. júlí. Nú er nýkomin skýrsla Öryrkjabandalagsins um stöðu öryrkja. Er verið að taka á því? Nei, þeir hafa aldrei haft það betra, segir þessi ríkisstjórn. En það sést í þessum fjárlögum að þeir eiga enn og aftur að hafa það skítt eins og þeir hafa haft það hingað til.