154. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[16:14]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P):

Virðulegi forseti. Við erum að greiða atkvæði um innritunargjöld í háskóla og framhaldsskóla. Nú er ég háskólanemi og kem hingað upp sem háskólanemi. Með nýja reiknilíkaninu sem var kynnt fyrr á þessu löggjafarþingi þá ríkir smáóvissa varðandi það hvernig málum verður háttað fyrir stúdenta og hvaða áhrif þetta mun hafa á kennsluhætti innan háskólans. Fjárhagsstaða stúdenta er nú þegar frekar ömurleg og við vitum ekki enn þá hvernig endurskoðun á lögum um Menntasjóð námsmanna verður hagað þannig að ég leggst eiginlega alfarið gegn innritunargjaldi í háskóla og ég held að flestir háskólanemar geri það, sérstaklega í opinberan háskóla.