154. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[16:34]
Horfa

Bergþór Ólason (M):

Herra forseti. Ég taldi rétt að gera hér grein fyrir atkvæði mínu í ljósi þess að við styðjum þessa tillögu ríkisstjórnarinnar. Lögreglan fellur ekki undir þann almenna aðhaldsáhuga sem við í þingflokki Miðflokksins sýnum alla jafna. En ég vil sérstaklega taka fram vegna viðbótarfjárveitingar upp á 200 milljónir í tengslum við flutning þeirra sem hefur verið hafnað um hæli hér á landi að ég hvet ríkisstjórnina til að grípa til aðgerða til að koma böndum á og ná stjórn á landamærunum í stað þess að vera alltaf í eftiráaðgerðum sem kosta samfélagið allt, ríkissjóð og líka þá sem í lenda gríðarlega fjármuni og óþægindi. Það held ég að skipti mestu máli. Þessar 200 milljónir munu verða til gagns en ég held það sé hægt að ná miklu meiri árangri með markvissari aðgerðum.