154. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[17:03]
Horfa

Jódís Skúladóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég vildi koma hér upp og gera grein fyrir atkvæði mínu og leggja þar með áherslu á það mikilvæga innlegg sem hér er til framhaldsskólanna. Í ljósi alls er mjög mikilvægt að við stöndum vörð um íslenska menntakerfið og þessi aukning til framhaldsskólanna er gríðarlega mikilvæg.