154. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[17:59]
Horfa

Jódís Skúladóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég get tekið undir með hv. þingmanni að hér er um mjög mikilvægan málaflokk að ræða. Við höfum séð margfeldi í þjónustu þeirri sem þörf er á við hinsegin fólk á Íslandi og þar standa Samtökin '78 í brúnni. Ég ætla hins vegar að segja nei við þessari tillögu þar sem það hefur verið margfalt bætt í fjármagn frá ráðuneytum. Það samtal er enn í gangi og von er á meira fjármagni og fjárlaganefnd er einnig að leggja fram fjármagn til samtakanna.