154. löggjafarþing — 48. fundur,  12. des. 2023.

svör við skriflegum fyrirspurnum.

[14:12]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Frú forseti. Mig langar bara að nota tækifærið, af því að það er svo sjaldan sem við höfum alla ráðherrana hérna, til að minna hæstv. háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og hæstv. innviðaráðherra á að ég á tvær ósvaraðar fyrirspurnir hjá hvorum ráðherra sem ekki hefur verið svarað í 59 daga og ekki hefur einu sinni verið beðið um að fá að svara síðar. Mig langaði bara að nota tækifærið og biðja forseta um að ýta aðeins á þetta því að við viljum endilega fá svör við þessum fyrirspurnum. (BLG: Heyr, heyr.)