154. löggjafarþing — 49. fundur,  13. des. 2023.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2024.

2. mál
[16:19]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V):

Virðulegi forseti. Það er ekki langt síðan Ríkisendurskoðun setti fram mjög svarta skýrslu um fiskeldið. Þetta eru viðbrögð ríkisstjórnarflokkanna við þeirri svörtu skýrslu þegar fiskeldi þarf einmitt á auknu eftirliti að halda og auknu fjármagni til þess eftirlits. Höfum líka hugfast að sjávarútvegurinn í heild sinni með fiskeldinu er að borga minna í auðlindagjöld en það kostar að sjá um stjórnsýsluna og rannsóknir með þessum mikilvægu atvinnugreinum. Mér finnst það óboðlegt, þingflokki Viðreisnar finnst það óboðlegt. Höfum það líka í huga að oft á þessum tíma er verið að tala um jólagjafir þingsins. Mér finnst þetta vera merki um jólagjöf ríkisstjórnarflokkanna út í samfélagið og jólagjöfin fer í þessa atvinnugrein, að niðurgreiða hana í enn eitt skiptið. Við í Viðreisn greiðum atkvæði gegn þessari tillögu meiri hlutans og minnum á að það er kominn tími til þess að sjávarútvegurinn og fiskeldi greiði eðlilegt og sanngjarnt auðlindagjald til þjóðarinnar. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)