154. löggjafarþing — 49. fundur,  13. des. 2023.

fjáraukalög 2023.

481. mál
[17:09]
Horfa

Kristrún Frostadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég kem hér upp fyrir hönd Samfylkingarinnar til að gera grein fyrir atkvæði okkar. Við styðjum þessa tillögu. Við vorum sjálf með breytingartillögu inn í 2. umræðu fjárlaga sem sneri að því að leggja tvo 2 milljarða til viðbótar í eins konar vaxtabætur til bænda. Við féllum frá þeirri tillögu vegna þess að við fréttum af því að þetta væri að koma inn í fjárauka, þannig að við styðjum þetta heils hugar. Ég lít á þetta sem svo að þetta sé viðurkenning á vanda bænda en líka viðurkenning á ákveðnum vanda sem finnst of víða í samfélaginu sem eru áhrif vaxta á viðkvæma hópa. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)