154. löggjafarþing — 49. fundur,  13. des. 2023.

fjáraukalög 2023.

481. mál
[17:11]
Horfa

Jódís Skúladóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Við greiðum hér atkvæði við mikilvægt ákvæði í fjáraukalögum ársins 2023. Í ákvæðinu er að finna ákaflega mikilvægar aðgerðir til að koma til móts við unga bændur og þá bændur sem hafa fjárfest í framleiðsluaðstöðu á liðnum árum. Með þessu sýna stjórnvöld að þau standa með framtíð landbúnaðar á Íslandi. Þá er einnig að finna stuðning til þeirra bænda sem stunda sauðfjárrækt og reka sérhæfð bú í nautakjötsframleiðslu, auk þess sem fjárlaganefnd tók ákvörðun um að leggja einnig til að greiddar verði 500 milljónir til stuðnings mjólkurframleiðslu árið 2023. Alls nemur því stuðningurinn til bænda 2,1 milljarði.