154. löggjafarþing — 49. fundur,  13. des. 2023.

fjáraukalög 2023.

481. mál
[17:18]
Horfa

Greta Ósk Óskarsdóttir (P):

Virðulegi forseti. Ég styð þessa breytingartillögu heils hugar. Mig langar kannski líka nefna að til framtíðar væri gott að sjá að aðgangur yrði tryggður að fjölbreyttari úrræðum, t.d. lágþröskulda áfallamiðaðri meðferð ásamt því góða starfi sem fer fram hjá SÁÁ.